Fara í efni

Mývatnsstofa - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2503059

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur aðalfundarboð Mývatnsstofu sem áður var sent sveitarstjórnarfulltrúum í tölvupósti. Aðalfundur var haldinn 26. mars 2025 kl. 13 í stóra fundarherbergi á Gíg - gestastofu.
Þar sem aðalfundurinn fór fram þann 26. mars sl. var leitað eftir staðfestingu sveitarstjórnar í tölvupósti um þá tillögu að sveitarstjóri færi með umboð sveitarfélagsins á fundinum og að Arnór Benónýsson yrði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Mývatnsstofu.
Gerður, Arnór, Jóna Björg, Árni Pétur, Ragnhildur og Knútur samþykktu fyrirliggjandi tillögu. Haraldur, Halldór og Eyþór sátu hjá.

Sveitarstjórn staðfestir áður staðfesta afgreiðslu sem send var í tölvupósti.
Getum við bætt efni þessarar síðu?