Fara í efni

Sundlaug í Mývatnssveit - sundlaugarnefnd 2024

Málsnúmer 2405063

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir sundlaugarnefndar ásamt niðurstöðum nefndarinnar.
Til máls tóku: Haraldur, Árni Pétur, Jóna Björg og Haraldur.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Haraldi, Halldóri og Eyþóri Kára:

Við leggjum til að hafinn verði undirbúningur að endurbyggingu sundlaugar, potta og barnalaugar í Reykjahlíð á þessu ári og gert verði ráð fyrir fjármagni í næstu fjárhagsáætlun til að hefja framkvæmdir á árinu 2026.

Haraldur Bóasson, Halldór Þorlákur og Eyþór Kári Ingólfsson.

Jóna Björg leggur fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn leggur til að nefndarmönnum í sundlaugarnefnd verði boðið til fundar við sveitarstjórn í tengslum við næsta sveitarstjórnarfund þar sem farið verði yfir málið frá öllum sjónarhornum.

Samþykkt samhljóða.



Getum við bætt efni þessarar síðu?