Goðafoss - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið og hestagerði
Málsnúmer 2502034
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 33. fundur - 19.02.2025
Náttúruverndarstofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg og hestagerði við Goðafoss og efnistöku til framkvæmdanna. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem gerð var á deiliskipulagi Goðafoss og nágrennis haustið 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdirnar eru innan veghelgunarsvæðis. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfi út, fyrir reiðveg, hestagerði og efnistöku í námum E-19 og E-20 að hámarki 500 m3 úr hvorri, í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.