Fara í efni

Goðafoss - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið og hestagerði

Málsnúmer 2502034

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.02.2025

Náttúruverndarstofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg og hestagerði við Goðafoss og efnistöku til framkvæmdanna. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem gerð var á deiliskipulagi Goðafoss og nágrennis haustið 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdirnar eru innan veghelgunarsvæðis. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfi út, fyrir reiðveg, hestagerði og efnistöku í námum E-19 og E-20 að hámarki 500 m3 úr hvorri, í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 35. fundur - 09.04.2025

Náttúruverndarstofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg og hestagerði við Goðafoss og efnistöku til framkvæmdanna. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem gerð var á deiliskipulagi Goðafoss og nágrennis haustið 2024. Skipulagsnefnd samþykkti útgáfu framkvæmdaleyfis þann 19. febrúar 2025, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdirnar eru innan veghelgunarsvæðis. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 11. mars 2025 gerir Vegagerðin athugasemdir við framkvæmdina. Málið er því lagt aftur fyrir skipulagsnefnd með breytingum sem gerðar voru eftir samtal Náttúruverndarstofnunar og Vegagerðarinnar. Breytingin víkur lítillega frá gidlandi deiliskipulagi þar sem reiðleið er færð lengra frá þjóðvegi auk þess sem hestagerði hnikast til vesturs.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá gildandi deiliskipulagi Goðafoss og umhverfis samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir annarra skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um samþykki landeiganda.
Getum við bætt efni þessarar síðu?