Fara í efni

Skipulagsnefnd

35. fundur 09. apríl 2025 kl. 09:00 - 12:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Knútur Emil Jónasson
  • Haraldur Bóasson
  • Sigurður Guðni Böðvarsson
Starfsmenn
  • Rögnvaldur Harðarson
  • Anna Bragadóttir
Fundargerð ritaði: Rögnvaldur Harðarson
Dagskrá
Jóna Björg Hlöðversdóttir og Nanna Þórhallsdóttir boðuðu forföll en ekki náðist í varamenn.

1.Þeistareykir - könnunarholur- skipulagsmál

Málsnúmer 2503070Vakta málsnúmer

Landsvirkjun óskar eftir heimild til að bora jarðvegskönnunarholur fyrir væntanlegum grunn vegna yfirbyggingar toppþrýstingsvirkjunar á Þeistareykjum.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina vera minniháttar, hafi ekki áhrif á umhverfið eða breyti ásýnd þess. Nefndin metur framkvæmdina því ekki framkvæmdaleyfisskylda og gerir ekki athugasemd við áformin.

2.Kvíhólanáma - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2503073Vakta málsnúmer

Landsvirkjun sækir um endurnýjun á efnistöku í Kvíhólanámu sem rann út 2024. Sótt er um að fullnýta heimildir en skv. aðalskipulagi og umhverfismati eru 400.000 m3 óunnir í námunni. Þar sem framkvæmdir vegna Þeistareykjavirkjunar hófust innan 10 ára frá því að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati lá fyrir eiga ákvæði 12. gr. laga nr. 106/2000 um endurskoðun matsskýrslu ekki við. Það þarf því ekki nýtt umhverfismat og þar sem engin breyting er á umfangi er ekki þörf á frekari skráningu minja.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Niðurrennslishola á M-9 á Þeistareykjum - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2503076Vakta málsnúmer

Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslisholu á Þeistareykjum og lagnaskurði að henni frá stöðvarhúsi. Um er að ræða gerð allt að 3.000 m2 borplans, vegtengingar við borplan og lagningu affallsveitu að holunni sem og um 3- 5 m breiðs lagnaskurðar frá stöðvarhúsi að grunnlosunarsvæði M-9, um 1,0 km að lengd auk borholu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.

4.Goðafoss - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið og hestagerði

Málsnúmer 2502034Vakta málsnúmer

Náttúruverndarstofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg og hestagerði við Goðafoss og efnistöku til framkvæmdanna. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem gerð var á deiliskipulagi Goðafoss og nágrennis haustið 2024. Skipulagsnefnd samþykkti útgáfu framkvæmdaleyfis þann 19. febrúar 2025, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdirnar eru innan veghelgunarsvæðis. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 11. mars 2025 gerir Vegagerðin athugasemdir við framkvæmdina. Málið er því lagt aftur fyrir skipulagsnefnd með breytingum sem gerðar voru eftir samtal Náttúruverndarstofnunar og Vegagerðarinnar. Breytingin víkur lítillega frá gidlandi deiliskipulagi þar sem reiðleið er færð lengra frá þjóðvegi auk þess sem hestagerði hnikast til vesturs.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá gildandi deiliskipulagi Goðafoss og umhverfis samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir annarra skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um samþykki landeiganda.

5.Skógahlíð 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús

Málsnúmer 2502049Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn frá Vilborgu Þórainsdóttur vegna fyrirhugaðrar byggingar í Skógarhlíð lóð 4 í Fnjóskadal. Í gildi er deiliskipulag frá 12. ágúst 2011 m.s.br. Vegna landhalla hentar byggingarreitur ekki vel til bygginga. Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar um hvort umsókn um byggingarleyfi, í samræmi við meðfylgjandi gögn, væri gefið út í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að vikið sé frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu eða hvort farið verði fram á deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.



Skipulagsnefnd telur frávik byggingarleyfis frá gilandi deiliskipulagi mögulega hafa áhrif á hagsmuni nágranna. Nefndin heimilar umsækjanda að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við framlögð gögn, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna nágrönnum og hagsmunaaðilum breytinguna í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

6.Klambrasel - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi

Málsnúmer 2503074Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhúsi að stærð 30 m2 í Klambraseli. Ekkert deiliskipulag er í gildi en í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarland.
Framkvæmdin rúmast innan heimilda aðalskipulags, leita skal umsagnar Minjastofnunar. Skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi og felur skipulags- og byggingafulltrúa að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.

7.Múlaþing - aðalskipulag 2025 - 2045 - kynning tillögu á vinnslustigi - nýtt aðalskipulag

Málsnúmer 2503078Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Múlaþingi dagsett 24. mars 2025 um umsögn á vinnslutillögu Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Kynningartími er frá 24. mars2025 til 5. maí 2025.
Skipulagsnefnd felur skipulagsráðgjafa að yfirfara sveitarfélagamörk á uppdráttum og koma á fram athugasemdum ef þörf krefur.

8.Vallakot - breyting á skráningu landeignar

Málsnúmer 2503079Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Hákoni Jenssyni merkjalýsanda f.h. landeiganda Vallakots um stofnun lóðar undir íbúðarhús, sem verður Vallakot 2 og afmörkun á lóðinni Vallakoti landi (L180101). Ekkert deiliskipulag er í gildi en í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarland.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?