Fara í efni

Kvíhólanáma - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2503073

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 35. fundur - 09.04.2025

Landsvirkjun sækir um endurnýjun á efnistöku í Kvíhólanámu sem rann út 2024. Sótt er um að fullnýta heimildir en skv. aðalskipulagi og umhverfismati eru 400.000 m3 óunnir í námunni. Þar sem framkvæmdir vegna Þeistareykjavirkjunar hófust innan 10 ára frá því að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati lá fyrir eiga ákvæði 12. gr. laga nr. 106/2000 um endurskoðun matsskýrslu ekki við. Það þarf því ekki nýtt umhverfismat og þar sem engin breyting er á umfangi er ekki þörf á frekari skráningu minja.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Getum við bætt efni þessarar síðu?