Niðurrennslishola á M-9 á Þeistareykjum - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2503076
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 35. fundur - 09.04.2025
Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslisholu á Þeistareykjum og lagnaskurði að henni frá stöðvarhúsi. Um er að ræða gerð allt að 3.000 m2 borplans, vegtengingar við borplan og lagningu affallsveitu að holunni sem og um 3- 5 m breiðs lagnaskurðar frá stöðvarhúsi að grunnlosunarsvæði M-9, um 1,0 km að lengd auk borholu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.