Þeistareykir - könnunarholur- skipulagsmál
Málsnúmer 2503070
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 35. fundur - 09.04.2025
Landsvirkjun óskar eftir heimild til að bora jarðvegskönnunarholur fyrir væntanlegum grunn vegna yfirbyggingar toppþrýstingsvirkjunar á Þeistareykjum.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina vera minniháttar, hafi ekki áhrif á umhverfið eða breyti ásýnd þess. Nefndin metur framkvæmdina því ekki framkvæmdaleyfisskylda og gerir ekki athugasemd við áformin.