Skógahlíð 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús
Málsnúmer 2502049
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 35. fundur - 09.04.2025
Lögð er fram fyrirspurn frá Vilborgu Þórainsdóttur vegna fyrirhugaðrar byggingar í Skógarhlíð lóð 4 í Fnjóskadal. Í gildi er deiliskipulag frá 12. ágúst 2011 m.s.br. Vegna landhalla hentar byggingarreitur ekki vel til bygginga. Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar um hvort umsókn um byggingarleyfi, í samræmi við meðfylgjandi gögn, væri gefið út í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að vikið sé frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu eða hvort farið verði fram á deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd telur frávik byggingarleyfis frá gilandi deiliskipulagi mögulega hafa áhrif á hagsmuni nágranna. Nefndin heimilar umsækjanda að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við framlögð gögn, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna nágrönnum og hagsmunaaðilum breytinguna í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.