Kvíhólsmýri - umsókn um stofnun lóðar fyrir spennistöð Rarik
Málsnúmer 2502016
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 33. fundur - 19.02.2025
Sótt er um að stofnuð verði ný 35 m2 lóð í Kvíhólsmýri á Laugum. Lóðin er fyrirhuguð fyrir nýja spennistöð sem mun leysa eldri spennistöð skammt sunnan við af hólmi. Framkvæmdin er hluti af styrkingu dreifikerfis RARIK á Laugum og nágrenni. Lóðin er innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd samþykkir að stofnuð verði lóð undir spennistöð RARIK í Kvíhólsmýri. Byggingarfulltrúa er falið að vinna að stofnun lóðarinnar.