Fara í efni

Öxará - námur - beiðni um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2501041

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.02.2025

Tekin fyrir beiðni frá Vegagerðinni dagsett 22. janúar 2025 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og nýrri námu bætt við í landi Öxarár. Framkvæmdir við endurbyggingu Bárðardalsvegar vestri frá hringvegi eiga að hefjast í sumar. Þar sem nýtt aðalskipulag Þingeyjarsveitar verður ekki búið að taka gildi í tæka tíð er farið fram á að gerð verði óveruleg breyting til að tryggja efnistöku í verkið.
Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?