Fara í efni

Bjarkarlundur 20- umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og geymsluskúr

Málsnúmer 2502017

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.02.2025

Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús Bjarkarlundar 20 í landi Núpa í Aðaldal að stærð 4,4 m2. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir útigeymslu að stæðr 16,6 m2. Svæðið er ódeiliskipulagt en er skilgreint sem frístundabyggð í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?