Fara í efni

Byggðarráð - 35

Málsnúmer 2502008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 56. fundur - 27.02.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 35. fundar byggðarráðs frá 20. febrúar sl. Fundargerðin er í níu liðum. Liðir 2, 3 og 6 eru afgreiddir í öðrum liðum fundargerðarinnar en liður 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Knútur, Jóna Björg, Haraldur, Árni Pétur, Eyþór og Knútur.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð þakkar Ingimari fyrir greinargóða yfirferð yfir viðamikla framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Byggðarráð óskar eftir að sviðsstjóri komi reglulega til fundar og upplýsi byggðarráð um stöðu framkvæmda.

    Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég tel að yfirferð eins og þessi eigi erindi við alla sveitarstjórn, þar sem allir kjörnir fulltrúar eru upplýstir og geta spurt um gang mála milliliðalaust.

    Bókun fundar Kynnt.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi aðstöðu í Reykjahlíð. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í nauðsynlegar framkvæmdir svo hægt sé að nýta húsnæðið í þágu sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa framlagningu viðauka.
    Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna reglurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn. Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni. Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð leggur til sveitarstjórn að snyrtingarnar við Höfða verði opnaðar yfir Vetrarhátíð og eftir því sem aðstæður leyfa. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að heilsársopnun snyrtinganna verði sett á fjárhagsáætlun 2026. Áætlaður kostnaður við heilsársopnun er 5,4 milljónir þar af 2,4 vegna vetraropnunar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og vísar heilsársopnun á snyrtingum í Höfða til fjárhagsáætlunar 2026.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 35 Unnið var í drögum að húsnæðisáætlun og vísar byggðarráð áætluninni með áorðnum breytingum til sveitarstjórnar. Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð felur sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að leggja inn umsögn um áform um breytingar á tollalögum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni en hvetur til námskeiðahalds á landsbyggðinni með mögulegri aðkomu sveitarfélagsins. Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Kynnt.
Getum við bætt efni þessarar síðu?