Fara í efni

Áform um friðlýsingu hraunhellis við Jarðböðin í Mývatnssveit

Málsnúmer 2502056

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 56. fundur - 27.02.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Náttúruverndarstofnun þar sem áform um friðlýsingu hraunhellis við Jarðböðin í Mývatnssveit eru kynnt og sveitarstjórn boðið að skila inn athugasemdum við fyrrnefnd friðlýsingaráform. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. mars nk.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við friðlýsingaráform hraunhellis við Jarðböðin í Mývatnssveit og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?