Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fagnar því að verið sé að endurskoða og endurmeta leiðakerfi landsbyggðarvagna í því skyni að koma upp öflugu kerfi almenningssamgangna á landsbyggðinni. Í tengslum við slíka endurskoðun má benda á að Framhaldsskólinn á Laugum er eini framhaldsskóli landsins sem ekki hefur tengingu við leiðakerfi Strætó. Sveitarstjórn leggur áherslu á að úr því verði bætt ásamt því að komið verði upp öruggri og skjólgóðri stoppistöð í sveitarfélaginu. Í dag stoppar strætó við Einarstaði þar sem ekki er að finna öryggisskýli fyrir farþega. Huga þarf að koma slíku skýli á sem fyrst og má þá benda á að því verði fundinn staður nærri Framhaldsskólanum á Laugum.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fagnar því að verið sé að endurskoða og endurmeta leiðakerfi landsbyggðarvagna í því skyni að koma upp öflugu kerfi almenningssamgangna á landsbyggðinni. Í tengslum við slíka endurskoðun má benda á að Framhaldsskólinn á Laugum er eini framhaldsskóli landsins sem ekki hefur tengingu við leiðakerfi Strætó. Sveitarstjórn leggur áherslu á að úr því verði bætt ásamt því að komið verði upp öruggri og skjólgóðri stoppistöð í sveitarfélaginu. Í dag stoppar strætó við Einarstaði þar sem ekki er að finna öryggisskýli fyrir farþega. Huga þarf að koma slíku skýli á sem fyrst og má þá benda á að því verði fundinn staður nærri Framhaldsskólanum á Laugum.
Samþykkt samhljóða.