Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

54. fundur 30. janúar 2025 kl. 13:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir oddviti
  • Knútur Emil Jónasson varaoddviti
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Árni Pétur Hilmarsson aðalmaður
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir aðalmaður
  • Eyþór Kári Ingólfsson aðalmaður
  • Arnór Benónýsson aðalmaður
  • Haraldur Bóasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri
  • Margrét Hólm Valsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 5. lið - Brettingsstaðakirkjugarður - styrkbeiðni og sem 8. lið - Umsögn um tækfærisleyfi í Ljósvetningabúð. Samþykkt samhljóða.

1.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.

2.Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir

Málsnúmer 2206018Vakta málsnúmer

Oddviti leggur til að Jón Þórólfsson taki sæti í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

3.Þekkingarnet Þingeyinga - samstarfssamningur við Þingeyjarsveit

Málsnúmer 2501046Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

4.Óskir ungmenna í umferðaröryggismálum

Málsnúmer 2501044Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Jóna Björg, Gerður.

Sveitarstjórn þakkar greinargott erindi. Unnið er að umferðaröryggisáætlun fyrir Þingeyjarsveit og vísar sveitarstjórn erindinu til þeirrar vinnu. Í samráðshópi við gerð umferðaröryggisáætlunar situr m.a. fulltrúi ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða.

5.Brettingsstaðakirkjugarður - Styrkbeiðni

Málsnúmer 2501060Vakta málsnúmer

Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ganga til viðræðna við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

6.Birna Davíðsdóttir - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 2501007Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

7.Ungmennafélagið Efling - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 2501022Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Sigurður Birgisson - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 2501061Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umbeðið leyfi.

Samþykkt samhljóða.

9.Byggðarráð - 33

Málsnúmer 2501002FVakta málsnúmer

  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ræða við bréfritara og umsjónarmenn Breiðumýrar varðandi úrlausn málsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð telur jákvætt að stuðlað sé að hreyfingu allra aldurshópa og er það í anda Heilsueflandi samfélags. Byggðarráð samþykkir að beiðni foreldrafélags Barnaborgar falli undir stakan æfingatíma í gjaldskrá Ýdala. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
  • Byggðarráð - 33 Fulltrúar Þingeyjarsveitar á þingi SSNE eru Gerður Sigtryggsdóttir, Knútur Emil Jónasson og Jóna Björg Hlöðversdóttir. Bókun fundar Kynnt.
  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð felur sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Þingeyjarsveitar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð leggur til að skipan verði óbreytt og Þorlákur Páll Jónsson verði aðalmaður og Anna Bragadóttir varamaður. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að skipan í svæðisráð Vestursvæðis Vatnajöklusþjóðgarðs verði óbreytt og fyrir hönd sveitarfélagsins sitji Þorlákur Páll Jónsson sem aðalmaður og Anna Bragadóttir sem varamaður.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög með áorðnum breytingum og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir drög að reglum um birtingu gagna á vef Þingeyjarsveitar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta þær á heimasíðu sveitarfélagisns.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð þakkar yfirkjörstjórn greinargóða skýrslu og gagnlegar ábendingar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að unnin verði tillaga að framtíðarfyrirkomulagi kosninga í Þingeyjarsveit.

    Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég tek heilshugar undir athugasemdir yfirkjörstjórnar enda hafði ég gert athugasemdir við þessi atriði fyrir kosningar. Kostnaður og óvissa fylgdi því að skipta sveitarfélaginu í tvær kjördeildir, einnig lagði ég til að kosið yrði í Reykjahlíðarskóla.
    Ég tel að næst þegar kosið verður skuli sveitarfélagið vera ein kjördeild með einn kjörstað í Þinghúsinu á Breiðumýri.

    Bókun fundar Sveitarstjórn þakkar yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum fyrir vel unnin störf við framkvæmd kosninga í Þingeyjarsveit. Sveitarstjórn leggur til að sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman kosti og galla við annars vegar eina kjördeild í sveitarfélaginu eða tvær og leggja fyrir sveitarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi lista og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lista og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda hann til birtingar í B- deild Stjórnartíðinda.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð þakkar erindið og elju Mývetnings í að reka skíðasvæði við Kröflu og telur byggðarráð mikilvægt að tryggt verði að svo sé áfram og felur sveitarstjóra að ræða við stjórn Mývetnings. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
  • Byggðarráð - 33 Bókun fundar Frestað.
  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð tekur undir áhyggjur Slysavarnardeildarinnar Hringsins yfir umferðaöryggi á vegamótun við brúna yfir Laxá. Jafnframt lýsir byggðarráð yfir áhyggjum af sambærilegum gatnamótum víðar í sveitarfélaginu. Nú er unnið að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og hvetur byggðarráð Vegagerðina að bæta umferðaöryggi í sveitarfélaginu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
  • Byggðarráð - 33 Byggðarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti en leita þarf staðfestingar sveitarstjórnar í tölvupósti þar sem viðburðurinn fer fram fyrir næsta reglulega sveitarstjórnarfund. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umbeðið leyfi og hafði áður samþykkt leyfisbeiðnina í tölvupósti.

    Samþykkt samhljóða.

10.Byggðarráð - 34

Málsnúmer 2501005FVakta málsnúmer

  • Byggðarráð - 34 Byggðarráð þakkar Margréti Hólm greinargóða yfirferð og fagnar því að stór skref séu framundan í stafrænni vegferð. Bókun fundar Kynnt.
  • Byggðarráð - 34 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði eftir verkefnum til samstarfs við sveitarfélagið í samræmi við markmið heilsueflandi samfélags. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu byggðarráðs um að auglýst verði eftir verkefnum til samstarfs við sveitarfélagið í samræmi við markmið heilsueflandi samfélags og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa eftir verkefnum og jafnframt felur sveitarstjórn íþrótta-, æskulýðs og tómstundanefnd að yfirfara innkomnar tillögur og leggja tillögu til afgreiðslu fyrir sveitarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 34 Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Frestað.
  • Byggðarráð - 34 Byggðarráð leggur til að skipan verði óbreytt og staðfestir setu núverandi fulltrúa sem eru Gerður Sigtryggsdóttir og Árni Pétur Hilmarsson, aðalfulltrúar og Anna Guðný Baldursdóttir og Jóna Björg Hlöðversdóttir, varafulltrúar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að skipan í svæðisráð Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs verði óbreytt og þar sitji Gerður Sigtryggsdóttir og Árni Pétur Hilmarsson sem aðalfulltrúar og Anna Guðný Baldursdóttir og Jóna Björg Hlöðversdóttir sem varafulltrúar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 34 Byggðarráð þakkar erindið og leggur til við sveitarstjórn að Félagi Húseigenda í Flatey verði veittur styrkur að upphæð 500 þúsund kr. sem verði færður á lið 05-890/9180. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu byggðarráðs um að styrkja Félag Húseignda í Flatey um 500 þúsund kr. sem fjármagnað verður af handbæru fé og fært á lið 05-890/9180.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 34 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að selja eignina Skútahraun 2b. Sala eignarinnar fer fram á grundvelli lokamálsliðar fyrsta liðar reglna 3.2. um sölu fasteignar, þ.e. gerð án auglýsingar. Það er gert í ljósi sérstakra aðstæðna en fasteignin er hluti af parhúsi sem er verulega skemmt vegna vatnstjóns. Ráðast þarf í viðgerðir á sameign hússins, m.a. þaki, sem áhrif munu hafa á báðar eignir hússins. Í ljósi ástands hússins, fyrirliggjandi viðgerðarkostnaðar og tíma sem viðgerð getur tekið leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að samþykkja kauptilboð frá Antoni Frey Birgissyni eiganda hins eignarhluta parhússins.
    Jafnframt leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hefja
    söluferli á Birkihrauni 6.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að ganga að tilboði Antons Freys Birgissonar í Skútahraun 2b og felur sveitarstjóra að undirrita skjöl þess efnis. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að setja húseignina Birkihraun 6 í söluferli.

    Samþykkt af Gerði, Knút, Arnóri, Jónu Björgu, Ragnhildi, Árna Pétri, Haraldi og Eyþóri. Halldór situr hjá.
  • Byggðarráð - 34 Byggðarráð tekur undir sjónarmið sem fram koma í yfirlýsingunni og lýsir yfir áhyggjum af jöfnu aðgengi landsmanna að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Bókun fundar Til máls tók: Knútur.

    Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðaráðs og gerir hana að sinni:

    Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið sem fram koma í yfirlýsingunni og lýsir yfir áhyggjum af jöfnu aðgengi landsmanna að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.

    Samþykkt samhljóða.

11.Umhverfisnefnd - 22

Málsnúmer 2501004FVakta málsnúmer

  • Umhverfisnefnd - 22 Umhverfisnefnd leggur til að:

    Farið verði í útboð á sorphirðu sveitarfélagsins og í útboðslýsingu kemur fram: Tíðni ferða verði helmingaður, ekki verði sóttur lífrænn úrgangur frá heimilium. Í boði verði stærri/fleiri ílát við heimili til að safna pappa og plasti.

    Boðið verði upp á jarðgerðavélar og eða moltutunnur sem verða niðurgreiddar um allt að helming.

    Sett verði út lyklastýrð ílát fyrir lífrænan úrgang á völdum stöðum: Skútustöðum, Tjörn, Kross, Einarsstaðir og Fnjóskadalur við brú ásamt þeim gámasvæðum sem fyrir eru.

    Útbúið verði fræðsluefni fyrir íbúa sveitarfélagsins s.s. bæklinga, veggspjöld og efni á vef sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Til máls tóku: Knútur, Jóna Björg, Arnór, Haraldur, Árni Pétur.


    Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að farið verði í útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu. Í úboðslýsingu komi m.a. fram fjöldi ferða sem verði fækkað frá því nú er og boðið verður upp á stærri eða fleiri ílát við heimili. I breyttum lögum um meðhöndlun úrgagns er ekki heimilt að urða lífrænan úrgang með heimilissorpi og skal flokka hann sérstaklega. Þingeyjarsveit mun ekki sækja lífrænana úrgang á hvert heimili vegna mikils kostnaðar heldur verður boðið upp á jarðgerðarvélar og/eða moltutunnur sem sveitarfélagið mun niðurgreiða um allt að helming. Einnig verða sett upp lyklastýrð ílát fyrir lífrænan úrgang á völdum stöðum í sveitarfélaginu. Með þessari útfærslu telur sveitarstjórn að hægt verði að halda niðri sameiginlegum kostnaði samfélagsins í sorphirðu í sveitarfélaginu.
    Sveitarstjórn leggur áherslu á að breyting á sorphirðu í sveitarfélaginu verði vel kynnt fyrir íbúum m.a. með aðgengilegu fræðsluefni á heimasíðu sveitarfélagsins, með bæklingum og veggspjöld.
    Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að hefja undirbúning við útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfisnefnd - 22 Nefndin þakkar þær tilnefningar sem nefndinni bárust. Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar 2025 hlýtur Kvíaból í Köldukinn.

    Í tilnefningunni kemur fram að:

    ,,Kvíaból í Köldukinn er að mínu mati eitt af snyrtilegustu bæjarstæðum í sveitarfélaginu. Allt slegið og snyrt reglulega, gengið vel um allt á hlaðinu ekkert rusl eða neitt því um líkt fjúkandi. Tún vel græn, flott og hugsað vel um þau. Ábúendur eru nýbyrjaðir í skógrækt í brekkum fyrir ofan sig og verður þetta flottur skógur eftir nokkur ár. Hugsað er vel um byggingar á jörðinni."

    Nefndin telur þessa tilnefningu vera lýsandi og tekur undir hana.

    Nefndin telur einnig þá aðila sem tilnefndir voru vel að sinni tilnefningu komnir og öðrum til eftirbreytni en það voru auk Kvíabóls: Einishús, Illugastaðir, Fagranes, Hjördís Finnbogadóttir og Klömbur.

    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að Kvíaból í Köldukinn hljóti umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar 2025.

    Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfisnefnd - 22 Nefndin þakkar kynninguna og leggur ekki fram athugasemdir að svo komnu máli. Bókun fundar Kynnt.

12.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 17

Málsnúmer 2501003FVakta málsnúmer

  • Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 17 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Hjalta Páli greinargóða kynningu og ljóst er að klasinn hefur skilað árangri á svæðinu. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á að starfsemi klasans haldi áfram til lengri tíma. Bókun fundar Kynnt.
  • Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 17 Allir umsækjendur uppfylla þær kröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til að eftirtaldir aðilar verði ráðnir til veiða í sveitarfélaginu 2025-2028.
    Refaveiðar:
    Svæði 1 - Hrafn Jóhannesson og Davíð Jens Hallgrímsson
    Svæði 2 - Bragi Kárason og Steingrímur Vésteinsson
    Svæði 3 - Gunnar Óli Hákonarson
    Svæði 4 - Engin umsókn barst um þetta svæði
    Svæði 5 - Ingvi Reynir Berndsen
    Svæði 6 - Benedikt Hrólfur Jónsson og Tómas Gunnarsson
    Svæði 7 - Benedikt Hrólfur Jónsson og Tómas Gunnarsson
    Svæði 8 - Gunnólfur Sveinsson, Garðar Jónsson og Jón Snorri Þorsteinsson
    Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til að svæði 4 verði sameinað svæði 1. Sviðsstjóra er falið að ræða við umsækjendur um svæði 1.

    Minkaveiðar:
    Svæði 1 - Gunnar Óli Hákonarson
    Svæði 2 - Engin umsókn barst
    Svæði 3 - Gunnar Óli Hákonarson
    Svæði 4 - Engin umsókn barst
    Svæði 5 - Gunnar Óli Hákonarson
    Svæði 6 - Benedikt Hrólfur Jónsson og Tómas Gunnarsson
    Svæði 7 - Benedikt Hrólfur Jónsson og Tómas Gunnarsson
    Svæði 8 - Sigurlína Tryggvadóttir
    Lagt er til að svæði 4 verði sameinað svæði 1. Sviðsstjóra er falið að ræða við umsækjendur um þau svæði sem ekki bárust umsóknir um.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að koma með tillögu varðandi þau svæði sem ekki var sótt um og að ganga frá samningum við refa- og minkaveiðmenn í samræmi við tillögu nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 17 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vann að starfsáætlun nefndarinnar fram að sumarfríi. Bókun fundar Kynnt.
  • Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 17 Bókun fundar Kynnt.

13.Skipulagsnefnd - 32

Málsnúmer 2501001FVakta málsnúmer

  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna tveggja niðurdælingarhola fyrir förgun þéttivatns frá Kröflustöð. Framkvæmdin er í samræmi við breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar, sem auglýst var í B-deild stjórnartíðinda 16. janúar 2025. Áréttað er mikilvægi vöktunar grunnvatnshlotsins Krafla-Bjarnarflag og að fyrir liggi aðgerðaráætlun um viðbrögð sýni vöktun neikvæð áhrif á grunnvatn.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá skilmálum gildandi deiliskipulags Arnstapa samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá skilmálum gildandi deiliskipulags Reykja samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 32 Knútur vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu vegna aðkomu að undirbúningi málsins. Skipulagsnefnd greiddi atkvæði um hæfi Knúts og var hæfi hans samþykkt samhljóða.

    Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnun. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands, Náttúruverndarstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist ásamt leyfi Náttúruverndarstofnunar um framkvæmd innan friðlýstra svæða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnunnar og Vegagerðarinnar. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Málinu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Málinu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi landskiptagerð enda samræmist hún skipulagsáætlunum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Til máls tók: Eyþór.

    Eyþór vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa liðs. Sveitarstjórn hafnaði vanhæfi Eyþórs.

    Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi landskiptagerð enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Sveitarstjórn telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd gerir athugasemd við sveitarfélagamörk sem eru ekki í samræmi við sveitarfélagamörk eins og þau eru í tillögu að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2044. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps, vegna frístundasvæðis 332-F í Vogum, skv. 32. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr 123/2010 staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir svör hennar við athugasemdum að sínum.
    Svæðið var áður deiliskipulagt sem frístundabyggð. Um er að ræða breytingu á landnotkun, frá frístundabyggð yfir í íbúðabyggð. Í gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi var búið að heimila rask á þessu svæði sem frístundabyggð. Að öðru leyti vísast í svör við athugasemdum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem fram koma í svörum við athugasemdum. Bókun fundar Með vísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 staðfestir sveitarstjórn afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir svör hennar við athugasemdum að sínum.
    Svæðið var áður deiliskipulagt sem frístundabyggð. Um er að ræða breytingu á landnotkun, frá frístundabyggð yfir í íbúðabyggð. Í gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi var búið að heimila rask á þessu svæði sem frístundabyggð. Að öðru leyti vísast í svör við athugasemdum.

    Samþykkt samhljóða.

  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir deiliskipulag ferðamannasvæðis við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargarfoss í Skjálfandafljóti í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

  • Skipulagsnefnd - 32 Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu aðalskipulags Þingeyjarsveitar. Málinu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 32 Lagt fram. Bókun fundar Lagt fram.

14.Almenningssamgöngur - Endurskoðun leiðakerfis landsbyggðarvagna - Fundur í janúar

Málsnúmer 2404013Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Jóna Björg, Gerður.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fagnar því að verið sé að endurskoða og endurmeta leiðakerfi landsbyggðarvagna í því skyni að koma upp öflugu kerfi almenningssamgangna á landsbyggðinni. Í tengslum við slíka endurskoðun má benda á að Framhaldsskólinn á Laugum er eini framhaldsskóli landsins sem ekki hefur tengingu við leiðakerfi Strætó. Sveitarstjórn leggur áherslu á að úr því verði bætt ásamt því að komið verði upp öruggri og skjólgóðri stoppistöð í sveitarfélaginu. Í dag stoppar strætó við Einarstaði þar sem ekki er að finna öryggisskýli fyrir farþega. Huga þarf að koma slíku skýli á sem fyrst og má þá benda á að því verði fundinn staður nærri Framhaldsskólanum á Laugum.

Samþykkt samhljóða.

15.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir

16.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

17.Fundir stjórnar SSNE 2022-2026

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

21.Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir

22.Almenningssamgöngur - Endurskoðun leiðakerfis landsbyggðarvagna - kynning nr. 2

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?