Fara í efni

Byggðarráð

33. fundur 09. janúar 2025 kl. 13:30 - 15:30 í Þingey
Nefndarmenn
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður
  • Gerður Sigtryggsdóttir varaformaður
  • Eyþór Kári Ingólfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og óskað eftir að bæta á dagskrá lið ábending - vegamót við Laxárbrú. Samþykkt samhljóða.

1.Pólarhestar ehf. - Vegna gistingar að Breiðumýri

Málsnúmer 2412018Vakta málsnúmer

Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ræða við bréfritara og umsjónarmenn Breiðumýrar varðandi úrlausn málsins.

2.Foreldrafélag Barnaborgar - Ýdalir, beiðni um aðstöðu til að hafa fjölskyldumorgna

Málsnúmer 2412031Vakta málsnúmer

Byggðarráð telur jákvætt að stuðlað sé að hreyfingu allra aldurshópa og er það í anda Heilsueflandi samfélags. Byggðarráð samþykkir að beiðni foreldrafélags Barnaborgar falli undir stakan æfingatíma í gjaldskrá Ýdala.

3.Boð á rafrænt aukaþing SSNE

Málsnúmer 2412032Vakta málsnúmer

Fulltrúar Þingeyjarsveitar á þingi SSNE eru Gerður Sigtryggsdóttir, Knútur Emil Jónasson og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

4.Brák hses - Boð á ársfund

Málsnúmer 2412035Vakta málsnúmer

Byggðarráð felur sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Þingeyjarsveitar.

5.Beiðni um tilnefningar í svæðisráð vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 2025-2029

Málsnúmer 2412038Vakta málsnúmer

Byggðarráð leggur til að skipan verði óbreytt og Þorlákur Páll Jónsson verði aðalmaður og Anna Bragadóttir varamaður.

6.Reglur um birtingu skjala á vef Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög með áorðnum breytingum og vísar þeim til sveitarstjórnar.

7.Skýrsla yfirkjörstjórnar vegna alþingiskosninga 2024

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Byggðarráð þakkar yfirkjörstjórn greinargóða skýrslu og gagnlegar ábendingar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að unnin verði tillaga að framtíðarfyrirkomulagi kosninga í Þingeyjarsveit.

Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tek heilshugar undir athugasemdir yfirkjörstjórnar enda hafði ég gert athugasemdir við þessi atriði fyrir kosningar. Kostnaður og óvissa fylgdi því að skipta sveitarfélaginu í tvær kjördeildir, einnig lagði ég til að kosið yrði í Reykjahlíðarskóla.
Ég tel að næst þegar kosið verður skuli sveitarfélagið vera ein kjördeild með einn kjörstað í Þinghúsinu á Breiðumýri.

8.Auglýsing um skrá yfir störf undanþegin verkfallsheimild

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi lista og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.

9.Mývetningur - endurnýjun snjótroðara

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Byggðarráð þakkar erindið og elju Mývetnings í að reka skíðasvæði við Kröflu og telur byggðarráð mikilvægt að tryggt verði að svo sé áfram og felur sveitarstjóra að ræða við stjórn Mývetnings.

10.Heitloftsþurrkun fiskafurða á Laugum

11.Ábending - Vegamót við Laxárbrú

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Byggðarráð tekur undir áhyggjur Slysavarnardeildarinnar Hringsins yfir umferðaöryggi á vegamótun við brúna yfir Laxá. Jafnframt lýsir byggðarráð yfir áhyggjum af sambærilegum gatnamótum víðar í sveitarfélaginu. Nú er unnið að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og hvetur byggðarráð Vegagerðina að bæta umferðaöryggi í sveitarfélaginu.

12.Kvenfélag Mývatnssveitar - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer

Byggðarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti en leita þarf staðfestingar sveitarstjórnar í tölvupósti þar sem viðburðurinn fer fram fyrir næsta reglulega sveitarstjórnarfund.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?