Kvenfélag Mývatnssveitar - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis
Málsnúmer 2501006
Vakta málsnúmerByggðarráð - 33. fundur - 09.01.2025
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn vegna umsóknar Kvenfélags Mývatnssveitar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts sem haldið verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit 25. janúar 2025.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti en leita þarf staðfestingar sveitarstjórnar í tölvupósti þar sem viðburðurinn fer fram fyrir næsta reglulega sveitarstjórnarfund.