Fara í efni

Beiðni um tilnefningar í svæðisráð vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 2025-2029

Málsnúmer 2412038

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 33. fundur - 09.01.2025

Með lögum um Náttúruverndarstofnun, nr. 111/2024 sem samþykkt voru á Alþingi 23. júní sl. og taka gildi 1. janúar nk. verður Vatnajökulsþjóðgarður hluti af Náttúruverndarstofnun.



Með nýjum lögum um Náttúruverndarstofnun taka m.a. gildi breytingar á lögum nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð hvað varðar skipan stjórnar þjóðgarðsins og skal umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra nú skipa svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs.

Vegna ofangreindra lagabreytinga verða svæðisráð endurskipuð til fjögurra ára eftir gildistöku laganna 1. janúar nk. Er þess hér með óskað að Þingeyjarsveit tilnefni einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa eða staðfesti setu núverandi fulltrúa í svæðisráði vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði. Er þess óskað að staðfestingar eða nýjar tilnefningar berist ráðuneytinu eins fljótt og við verður komið og ekki síðar en 10. janúar nk.
Byggðarráð leggur til að skipan verði óbreytt og Þorlákur Páll Jónsson verði aðalmaður og Anna Bragadóttir varamaður.
Getum við bætt efni þessarar síðu?