Umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Valkostagreining á meðhöndlun lífúrgangs í Þingeyjarsveit
Málsnúmer 2401041Vakta málsnúmer
2.Umhverfisviðurkenningar 2024
Málsnúmer 2411030Vakta málsnúmer
Nefndin þakkar þær tilnefningar sem nefndinni bárust. Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar 2025 hlýtur Kvíaból í Köldukinn.
Í tilnefningunni kemur fram að:
,,Kvíaból í Köldukinn er að mínu mati eitt af snyrtilegustu bæjarstæðum í sveitarfélaginu. Allt slegið og snyrt reglulega, gengið vel um allt á hlaðinu ekkert rusl eða neitt því um líkt fjúkandi. Tún vel græn, flott og hugsað vel um þau. Ábúendur eru nýbyrjaðir í skógrækt í brekkum fyrir ofan sig og verður þetta flottur skógur eftir nokkur ár. Hugsað er vel um byggingar á jörðinni."
Nefndin telur þessa tilnefningu vera lýsandi og tekur undir hana.
Nefndin telur einnig þá aðila sem tilnefndir voru vel að sinni tilnefningu komnir og öðrum til eftirbreytni en það voru auk Kvíabóls: Einishús, Illugastaðir, Fagranes, Hjördís Finnbogadóttir og Klömbur.
Í tilnefningunni kemur fram að:
,,Kvíaból í Köldukinn er að mínu mati eitt af snyrtilegustu bæjarstæðum í sveitarfélaginu. Allt slegið og snyrt reglulega, gengið vel um allt á hlaðinu ekkert rusl eða neitt því um líkt fjúkandi. Tún vel græn, flott og hugsað vel um þau. Ábúendur eru nýbyrjaðir í skógrækt í brekkum fyrir ofan sig og verður þetta flottur skógur eftir nokkur ár. Hugsað er vel um byggingar á jörðinni."
Nefndin telur þessa tilnefningu vera lýsandi og tekur undir hana.
Nefndin telur einnig þá aðila sem tilnefndir voru vel að sinni tilnefningu komnir og öðrum til eftirbreytni en það voru auk Kvíabóls: Einishús, Illugastaðir, Fagranes, Hjördís Finnbogadóttir og Klömbur.
3.Stöðuskýrsla um innleiðingu Árósarsamningsins
Málsnúmer 2412041Vakta málsnúmer
Nefndin þakkar kynninguna og leggur ekki fram athugasemdir að svo komnu máli.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Farið verði í útboð á sorphirðu sveitarfélagsins og í útboðslýsingu kemur fram: Tíðni ferða verði helmingaður, ekki verði sóttur lífrænn úrgangur frá heimilium. Í boði verði stærri/fleiri ílát við heimili til að safna pappa og plasti.
Boðið verði upp á jarðgerðavélar og eða moltutunnur sem verða niðurgreiddar um allt að helming.
Sett verði út lyklastýrð ílát fyrir lífrænan úrgang á völdum stöðum: Skútustöðum, Tjörn, Kross, Einarsstaðir og Fnjóskadalur við brú ásamt þeim gámasvæðum sem fyrir eru.
Útbúið verði fræðsluefni fyrir íbúa sveitarfélagsins s.s. bæklinga, veggspjöld og efni á vef sveitarfélagsins.