Fara í efni

Umhverfisviðurkenningar 2024

Málsnúmer 2411030

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 22. fundur - 20.01.2025

Nefndin þakkar þær tilnefningar sem nefndinni bárust. Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar 2025 hlýtur Kvíaból í Köldukinn.

Í tilnefningunni kemur fram að:

,,Kvíaból í Köldukinn er að mínu mati eitt af snyrtilegustu bæjarstæðum í sveitarfélaginu. Allt slegið og snyrt reglulega, gengið vel um allt á hlaðinu ekkert rusl eða neitt því um líkt fjúkandi. Tún vel græn, flott og hugsað vel um þau. Ábúendur eru nýbyrjaðir í skógrækt í brekkum fyrir ofan sig og verður þetta flottur skógur eftir nokkur ár. Hugsað er vel um byggingar á jörðinni."

Nefndin telur þessa tilnefningu vera lýsandi og tekur undir hana.

Nefndin telur einnig þá aðila sem tilnefndir voru vel að sinni tilnefningu komnir og öðrum til eftirbreytni en það voru auk Kvíabóls: Einishús, Illugastaðir, Fagranes, Hjördís Finnbogadóttir og Klömbur.

Getum við bætt efni þessarar síðu?