Óskir ungmenna í umferðaröryggismálum
Málsnúmer 2501044
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 54. fundur - 30.01.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Ungmennaþingi SSNE sem haldið var í október 2024 varðandi bætt umferðaröryggi í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn þakkar greinargott erindi. Unnið er að umferðaröryggisáætlun fyrir Þingeyjarsveit og vísar sveitarstjórn erindinu til þeirrar vinnu. Í samráðshópi við gerð umferðaröryggisáætlunar situr m.a. fulltrúi ungmennaráðs.
Samþykkt samhljóða.