Umhverfisnefnd - 22
Umhverfisnefnd leggur til að:
Farið verði í útboð á sorphirðu sveitarfélagsins og í útboðslýsingu kemur fram: Tíðni ferða verði helmingaður, ekki verði sóttur lífrænn úrgangur frá heimilium. Í boði verði stærri/fleiri ílát við heimili til að safna pappa og plasti.
Boðið verði upp á jarðgerðavélar og eða moltutunnur sem verða niðurgreiddar um allt að helming.
Sett verði út lyklastýrð ílát fyrir lífrænan úrgang á völdum stöðum: Skútustöðum, Tjörn, Kross, Einarsstaðir og Fnjóskadalur við brú ásamt þeim gámasvæðum sem fyrir eru.
Útbúið verði fræðsluefni fyrir íbúa sveitarfélagsins s.s. bæklinga, veggspjöld og efni á vef sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Til máls tóku: Knútur, Jóna Björg, Arnór, Haraldur, Árni Pétur.
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að farið verði í útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu. Í úboðslýsingu komi m.a. fram fjöldi ferða sem verði fækkað frá því nú er og boðið verður upp á stærri eða fleiri ílát við heimili. I breyttum lögum um meðhöndlun úrgagns er ekki heimilt að urða lífrænan úrgang með heimilissorpi og skal flokka hann sérstaklega. Þingeyjarsveit mun ekki sækja lífrænana úrgang á hvert heimili vegna mikils kostnaðar heldur verður boðið upp á jarðgerðarvélar og/eða moltutunnur sem sveitarfélagið mun niðurgreiða um allt að helming. Einnig verða sett upp lyklastýrð ílát fyrir lífrænan úrgang á völdum stöðum í sveitarfélaginu. Með þessari útfærslu telur sveitarstjórn að hægt verði að halda niðri sameiginlegum kostnaði samfélagsins í sorphirðu í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að breyting á sorphirðu í sveitarfélaginu verði vel kynnt fyrir íbúum m.a. með aðgengilegu fræðsluefni á heimasíðu sveitarfélagsins, með bæklingum og veggspjöld.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að hefja undirbúning við útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.