Isavia - innanlandsflugvellir - kynning
Málsnúmer 2502020
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18. fundur - 07.02.2025
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Sigrúnu Björk fyrir greinargóða kynningu. Nefndin fagnar auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll enda skiptir það sköpum fyrir atvinnulíf á svæðinu. Nefndin lýsir miklum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast hefur á Reykjavíkurflugvelli vegna lokunar flugbrautar 13/31 sem skerðir mjög notkunarmöguleika hvort heldur sem er til áætlunarflugs eða sjúkraflugs. Nefndin skorar á þá aðila sem að málinu koma að gera tafarlaust þær úrbætur sem þarf til að öryggi landsmanna sé tryggt.