Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit

18. fundur 07. febrúar 2025 kl. 10:00 - 12:15 í Þinghúsinu Breiðumýri
Nefndarmenn
  • Sigrún Jónsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Soffía Kristín Jónsdóttir
  • Hallgrímur Páll Leifsson aðalmaður
  • Snæþór Haukur Sveinbjörnsson formaður
  • Jón Þórólfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Verkefnastjóri SSNE og Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2409046Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd býður Arnheiði Rán velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.

2.Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag

Málsnúmer 2309084Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Ingimar upplýsingar um stöðuna varðandi samninga við refa- og minkaveiðimenn. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að verða upplýst um niðurstöðu þeirrar vinnu.

3.Fjallskiladeildir 2022-2026

Málsnúmer 2502018Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á erindisbréfi fjallskilastjóra og vísar þeim til sveitarstjórnar.

4.Isavia - innanlandsflugvellir - kynning

Málsnúmer 2502020Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Sigrúnu Björk fyrir greinargóða kynningu. Nefndin fagnar auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll enda skiptir það sköpum fyrir atvinnulíf á svæðinu. Nefndin lýsir miklum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast hefur á Reykjavíkurflugvelli vegna lokunar flugbrautar 13/31 sem skerðir mjög notkunarmöguleika hvort heldur sem er til áætlunarflugs eða sjúkraflugs. Nefndin skorar á þá aðila sem að málinu koma að gera tafarlaust þær úrbætur sem þarf til að öryggi landsmanna sé tryggt.

5.Fjallskiladeildir 2022-2026

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?