Áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum - opið samráð
Málsnúmer 2502022
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 55. fundur - 13.02.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að nú stendur yfir opið samráð um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum, n.tt. 129. gr. laganna um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög. Markmiðið með lagabreytingunni er að bæta gæði endanlegs áhrifamats á sveitarfélög og leggja til leiðir til að skera úr um ágreining ríkis og sveitarfélaga vegna kostnaðarauka sveitarfélaga. Frestur til að skila inn umsögn er til 17. febrúar nk.