Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

55. fundur 13. febrúar 2025 kl. 13:00 - 13:29 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir oddviti
  • Knútur Emil Jónasson varaoddviti
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Árni Pétur Hilmarsson aðalmaður
  • Úlla Árdal varamaður
    Aðalmaður: Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson aðalmaður
  • Guðrún Sigríður Tryggvadóttir varamaður
    Aðalmaður: Arnór Benónýsson
  • Haraldur Bóasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri
  • Margrét Hólm Valsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag 2023-2043 - endurskoðun

Málsnúmer 2308006Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson og Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir að afgreiða tillögu um Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044 til athugunar fyrir auglýsingu, skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Formanni skipulagsnefndar ásamt skipulagsráðgjafa er falið að koma gögnum tillögunnar til Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.

2.Kvennaathvarf á Norðurlandi - umsókn um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2501067Vakta málsnúmer

Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttur.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Kvennaathvarfinu á Norðurlandi rekstrarstyrk að upphæð 185 þús.kr. sem tekið er af lið 02810-9470.

3.Veiðifélag Mývatns - Aðalfundarboð

Málsnúmer 2502009Vakta málsnúmer

Til máls tók: Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn felur Guðrúnu Tryggvadóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Þingeyjarsveit hefur ekki hagsmuni af því að nýta netaveiðirétt sinn í Mývatni.
Sveitarfélagið telur fyrir sitt leiti, að ekki séu rök fyrir að nýta netalagnir sveitarfélagsins í eigin þágu né að leigja þær út. Betra sé að hlífa vatninu, án þess þó að sveitarfélagið geri athugasemd við hefðbundna nýtingu annara landeigenda.
Samþykkt samhljóða.

4.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýsing eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar

Málsnúmer 2502032Vakta málsnúmer

Til máls tók: Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilnefna Gerði Sigtryggsdóttur til kjörs í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir tilskilin tímafrest.
Samþykkt samhljóða.

5.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18

Málsnúmer 2502005FVakta málsnúmer

  • Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd býður Arnheiði Rán velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.
  • Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Ingimar upplýsingar um stöðuna varðandi samninga við refa- og minkaveiðimenn. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að verða upplýst um niðurstöðu þeirrar vinnu.
  • Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á erindisbréfi fjallskilastjóra og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fjallskilastjóra með áorðnum breytingum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.
  • Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Sigrúnu Björk fyrir greinargóða kynningu. Nefndin fagnar auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll enda skiptir það sköpum fyrir atvinnulíf á svæðinu. Nefndin lýsir miklum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast hefur á Reykjavíkurflugvelli vegna lokunar flugbrautar 13/31 sem skerðir mjög notkunarmöguleika hvort heldur sem er til áætlunarflugs eða sjúkraflugs. Nefndin skorar á þá aðila sem að málinu koma að gera tafarlaust þær úrbætur sem þarf til að öryggi landsmanna sé tryggt.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram tillögu um bókun:
    Sveitarstjórn tekur undir bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og gerir að sinni:
    Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir miklum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast hefur á Reykjavíkurflugvelli vegna lokunar flugbrautar 13/31 sem skerðir mjög notkunarmöguleika hvort heldur sem er til áætlunarflugs eða sjúkraflugs. Nefndin skorar á þá aðila sem að málinu koma að gera tafarlaust þær úrbætur sem þarf til að öryggi landsmanna sé tryggt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18

6.Áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum - opið samráð

Fundi slitið - kl. 13:29.

Getum við bætt efni þessarar síðu?