Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
Dagskrá
1.Aðalskipulag 2023-2043 - endurskoðun
Málsnúmer 2308006Vakta málsnúmer
2.Kvennaathvarf á Norðurlandi - umsókn um rekstrarstyrk
Málsnúmer 2501067Vakta málsnúmer
Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttur.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Kvennaathvarfinu á Norðurlandi rekstrarstyrk að upphæð 185 þús.kr. sem tekið er af lið 02810-9470.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Kvennaathvarfinu á Norðurlandi rekstrarstyrk að upphæð 185 þús.kr. sem tekið er af lið 02810-9470.
3.Veiðifélag Mývatns - Aðalfundarboð
Málsnúmer 2502009Vakta málsnúmer
Til máls tók: Árni Pétur Hilmarsson.
Sveitarstjórn felur Guðrúnu Tryggvadóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Þingeyjarsveit hefur ekki hagsmuni af því að nýta netaveiðirétt sinn í Mývatni.
Sveitarfélagið telur fyrir sitt leiti, að ekki séu rök fyrir að nýta netalagnir sveitarfélagsins í eigin þágu né að leigja þær út. Betra sé að hlífa vatninu, án þess þó að sveitarfélagið geri athugasemd við hefðbundna nýtingu annara landeigenda.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn felur Guðrúnu Tryggvadóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Þingeyjarsveit hefur ekki hagsmuni af því að nýta netaveiðirétt sinn í Mývatni.
Sveitarfélagið telur fyrir sitt leiti, að ekki séu rök fyrir að nýta netalagnir sveitarfélagsins í eigin þágu né að leigja þær út. Betra sé að hlífa vatninu, án þess þó að sveitarfélagið geri athugasemd við hefðbundna nýtingu annara landeigenda.
Samþykkt samhljóða.
4.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýsing eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar
Málsnúmer 2502032Vakta málsnúmer
Til máls tók: Jóna Björg Hlöðversdóttir.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilnefna Gerði Sigtryggsdóttur til kjörs í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir tilskilin tímafrest.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilnefna Gerði Sigtryggsdóttur til kjörs í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir tilskilin tímafrest.
Samþykkt samhljóða.
5.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18
Málsnúmer 2502005FVakta málsnúmer
-
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd býður Arnheiði Rán velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.
-
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Ingimar upplýsingar um stöðuna varðandi samninga við refa- og minkaveiðimenn. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að verða upplýst um niðurstöðu þeirrar vinnu.
-
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á erindisbréfi fjallskilastjóra og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fjallskilastjóra með áorðnum breytingum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.
-
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18 Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Sigrúnu Björk fyrir greinargóða kynningu. Nefndin fagnar auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll enda skiptir það sköpum fyrir atvinnulíf á svæðinu. Nefndin lýsir miklum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast hefur á Reykjavíkurflugvelli vegna lokunar flugbrautar 13/31 sem skerðir mjög notkunarmöguleika hvort heldur sem er til áætlunarflugs eða sjúkraflugs. Nefndin skorar á þá aðila sem að málinu koma að gera tafarlaust þær úrbætur sem þarf til að öryggi landsmanna sé tryggt.
Bókun fundar Oddviti lagði fram tillögu um bókun:
Sveitarstjórn tekur undir bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og gerir að sinni:
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir miklum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast hefur á Reykjavíkurflugvelli vegna lokunar flugbrautar 13/31 sem skerðir mjög notkunarmöguleika hvort heldur sem er til áætlunarflugs eða sjúkraflugs. Nefndin skorar á þá aðila sem að málinu koma að gera tafarlaust þær úrbætur sem þarf til að öryggi landsmanna sé tryggt.
Samþykkt samhljóða. -
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 18
6.Áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum - opið samráð
Málsnúmer 2502022Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 13:29.
Sveitarstjórn samþykkir að afgreiða tillögu um Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044 til athugunar fyrir auglýsingu, skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Formanni skipulagsnefndar ásamt skipulagsráðgjafa er falið að koma gögnum tillögunnar til Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.