Merking skólabíls - umsögn við undanþágubeiðni
Málsnúmer 2502066
Vakta málsnúmerFræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 24. fundur - 13.03.2025
Erindi frá Helen Jónsdóttur varðandi merkingar skólabíls. Helen er að biðja um umsögn nefndarinnar um fyrirhugaða undanþágubeiðni skv. reglugerð nr. 279/1989 um merkingar á skólabílum.
Fræðslu- og velferðarnefnd telur mikilvægt að skólabílar séu auðkenndir enda varðar það öryggi nemenda. Nefndin getur því ekki veitt jákvæða umsögn við erindinu eins og það liggur fyrir.