Fara í efni

Merking skólabíls - umsögn við undanþágubeiðni

Málsnúmer 2503028

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 24. fundur - 13.03.2025

Erindi frá Sigurði Arnari Jónssyni varðandi merkingar skólabíls. Sigurður er að biðja um umsögn nefndarinnar um fyrirhugaða undanþágubeiðni skv. reglugerð nr. 279/1989 um merkingar á skólabílum.
Fræðslu- og velferðarnefnd telur mikilvægt að skólabílar séu auðkenndir enda varðar það öryggi nemenda. Nefndin getur því ekki veitt jákvæða umsögn við erindinu eins og það liggur fyrir.
Getum við bætt efni þessarar síðu?