Atvinnustefna Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2503064
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 19. fundur - 31.03.2025
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á að gerð verði atvinnustefna fyrir Þingeyjarsveit sem byggi á heildarstefnu sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd ræddi gerð atvinnustefnu og telur rétt að nýta gögn úr samráðsfundum sem haldnir voru í tengslum við gerð heildarstefnu sveitarfélagsins ásamt göngum frá verkefninu "Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra" sem unnið er í samvinnu við SSNE. Sveitarstjóra og starfsmanni Þingeyjarsveitar og SSNE er falið að vinna úr gögnunum sem og að yfirfara gögn úr Nýsköpun í Norðri með það að markmiði að nýta í atvinnustefnu Þingeyjarsveitar.