Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
1.SSNE - áhersluverkefni Sóknaráætlunar - Auknar fjárfestingar á NE
Málsnúmer 2307030Vakta málsnúmer
Anna Lind, Díanna og Aðalheiður Rán frá SSNE komu til fundar og fóru yfir stöðu verkefnisins "Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra".
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar þeim Önnu Lind, Díönnu og Arnheiði Rán fyrir greinargóða yfirferð.
2.Atvinnustefna Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2503064Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á að gerð verði atvinnustefna fyrir Þingeyjarsveit sem byggi á heildarstefnu sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd ræddi gerð atvinnustefnu og telur rétt að nýta gögn úr samráðsfundum sem haldnir voru í tengslum við gerð heildarstefnu sveitarfélagsins ásamt göngum frá verkefninu "Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra" sem unnið er í samvinnu við SSNE. Sveitarstjóra og starfsmanni Þingeyjarsveitar og SSNE er falið að vinna úr gögnunum sem og að yfirfara gögn úr Nýsköpun í Norðri með það að markmiði að nýta í atvinnustefnu Þingeyjarsveitar.
3.Markaðsátak - Þingeyjarveit
Málsnúmer 2503065Vakta málsnúmer
Dagskrárlið frestað til næsta fundar.
4.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - erindisbréf
Málsnúmer 2208025Vakta málsnúmer
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd liggur breytt erindisbréf nefndarinnar til kynningar. Sveitarstjórn samþykkti breytingar á erindisbréfi atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 56. fundi sínum 27. febrúar sl. en þær lúta að því að færa verkefni á sviði umferðaröryggis, umferðarskipulagningar og skógræktar til skipulagsnefndar.
Fundi slitið - kl. 11:45.