Hjördís Albertsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla fór yfir skólastarfið það sem af er vetri.
Lífið gengur sinn vanagang í Reykjahlíðarskóla. Sameiginleg skíðaferð Reykjahlíðar- og Þingeyjarskóla var farin í byrjun apríl. Reykjahlíðarskóli tekur í fyrsta skipti þátt í Erasmus verkefni sem snýr að jarðfræði og tengslum milli náttúruvár og loftslagsbreytinga. Þátttökulöndin eru Ísland (eldgos), Pólland (flóð), Rúmenía (skógareldar) og Tyrkland (jarðskjálftar). Í febrúar komu kennarar og skólastjórnendur frá þátttökulöndunum til okkar í Reykjahlíðarskóla en það vildi svo til að loka þurfti skólanum einn af þeim 4 dögum sem þau voru hérna, vegna rauðrar veðurviðvörunar á landinu öllu. Áætluð er Póllandsferð um miðjan maí með 6 nemendur.
Starfsfólk Reykjahlíðarskóla er farið að huga að næsta vetri en umræða hefur verið um það hvort eigi að leggja upp með spannir í gegnum skólaárið. Það þýðir að einni önn er t.d. skipt upp í 3 spannir þar sem námsgreinar eru kenndar í lotum og þá er meiri áhersla lög á tvær til þrjár námsgreinar á einni spönn og aðrar námsgreinar á þeirri næstu. Nú þegar erum við með 6 þemu yfir veturinn, 3 á önn, u.þ.b. 5-6 vikur í senn, og langar okkur að taka þemun fastari tökum með þessum hætti.
Lífið gengur sinn vanagang í Reykjahlíðarskóla. Sameiginleg skíðaferð Reykjahlíðar- og Þingeyjarskóla var farin í byrjun apríl. Reykjahlíðarskóli tekur í fyrsta skipti þátt í Erasmus verkefni sem snýr að jarðfræði og tengslum milli náttúruvár og loftslagsbreytinga. Þátttökulöndin eru Ísland (eldgos), Pólland (flóð), Rúmenía (skógareldar) og Tyrkland (jarðskjálftar). Í febrúar komu kennarar og skólastjórnendur frá þátttökulöndunum til okkar í Reykjahlíðarskóla en það vildi svo til að loka þurfti skólanum einn af þeim 4 dögum sem þau voru hérna, vegna rauðrar veðurviðvörunar á landinu öllu. Áætluð er Póllandsferð um miðjan maí með 6 nemendur.
Starfsfólk Reykjahlíðarskóla er farið að huga að næsta vetri en umræða hefur verið um það hvort eigi að leggja upp með spannir í gegnum skólaárið. Það þýðir að einni önn er t.d. skipt upp í 3 spannir þar sem námsgreinar eru kenndar í lotum og þá er meiri áhersla lög á tvær til þrjár námsgreinar á einni spönn og aðrar námsgreinar á þeirri næstu. Nú þegar erum við með 6 þemu yfir veturinn, 3 á önn, u.þ.b. 5-6 vikur í senn, og langar okkur að taka þemun fastari tökum með þessum hætti.
Nefndin þakkar Hjördísi greinargóða kynningu.