Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
1.Leikskólastarf - skipulag
Málsnúmer 2501059Vakta málsnúmer
Umræðu framhaldið frá síðasta fundi.
Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að leikskólum Þingeyjarsveitar verði framvegis lokað í jólafríi og dymbilviku, alls 6-7 dagar. Þar að auki verði á skóladagatölum leikskóla 5-6 dagar þar sem foreldrar þurfa að skrá mætingu barna. Þeir foreldrar sem velja að hafa börn sín heima á skráningardögum fái niðurfelld leikskólagjöld í desember.
2.Farsæld barna - stefna til umsagnar
Málsnúmer 2503053Vakta málsnúmer
Mennta- og barnamálaráðherra hefur kynnt til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda drög að stefnu um farsæld barna til ársins 2035. Um er að ræða fyrstu heildarstefnu íslenskra stjórnvalda um málefni barna.
Mennta- og barnamálaráðherra hefur kynnt til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda drög að stefnu um farsæld barna til ársins 2035. Um er að ræða fyrstu heildarstefnu íslenskra stjórnvalda um málefni barna.
Fræðslu- og velferðarnefnd tekur heilshugar undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnudrögin um farsæld barna til ársins 2035.
Fræðslu- og velferðarnefnd tekur heilshugar undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnudrögin um farsæld barna til ársins 2035.
3.Reykjahlíðarskóli - skólastarf
Málsnúmer 2504020Vakta málsnúmer
Hjördís Albertsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla fór yfir skólastarfið það sem af er vetri.
Lífið gengur sinn vanagang í Reykjahlíðarskóla. Sameiginleg skíðaferð Reykjahlíðar- og Þingeyjarskóla var farin í byrjun apríl. Reykjahlíðarskóli tekur í fyrsta skipti þátt í Erasmus verkefni sem snýr að jarðfræði og tengslum milli náttúruvár og loftslagsbreytinga. Þátttökulöndin eru Ísland (eldgos), Pólland (flóð), Rúmenía (skógareldar) og Tyrkland (jarðskjálftar). Í febrúar komu kennarar og skólastjórnendur frá þátttökulöndunum til okkar í Reykjahlíðarskóla en það vildi svo til að loka þurfti skólanum einn af þeim 4 dögum sem þau voru hérna, vegna rauðrar veðurviðvörunar á landinu öllu. Áætluð er Póllandsferð um miðjan maí með 6 nemendur.
Starfsfólk Reykjahlíðarskóla er farið að huga að næsta vetri en umræða hefur verið um það hvort eigi að leggja upp með spannir í gegnum skólaárið. Það þýðir að einni önn er t.d. skipt upp í 3 spannir þar sem námsgreinar eru kenndar í lotum og þá er meiri áhersla lög á tvær til þrjár námsgreinar á einni spönn og aðrar námsgreinar á þeirri næstu. Nú þegar erum við með 6 þemu yfir veturinn, 3 á önn, u.þ.b. 5-6 vikur í senn, og langar okkur að taka þemun fastari tökum með þessum hætti.
Nefndin þakkar Hjördísi greinargóða kynningu.
Lífið gengur sinn vanagang í Reykjahlíðarskóla. Sameiginleg skíðaferð Reykjahlíðar- og Þingeyjarskóla var farin í byrjun apríl. Reykjahlíðarskóli tekur í fyrsta skipti þátt í Erasmus verkefni sem snýr að jarðfræði og tengslum milli náttúruvár og loftslagsbreytinga. Þátttökulöndin eru Ísland (eldgos), Pólland (flóð), Rúmenía (skógareldar) og Tyrkland (jarðskjálftar). Í febrúar komu kennarar og skólastjórnendur frá þátttökulöndunum til okkar í Reykjahlíðarskóla en það vildi svo til að loka þurfti skólanum einn af þeim 4 dögum sem þau voru hérna, vegna rauðrar veðurviðvörunar á landinu öllu. Áætluð er Póllandsferð um miðjan maí með 6 nemendur.
Starfsfólk Reykjahlíðarskóla er farið að huga að næsta vetri en umræða hefur verið um það hvort eigi að leggja upp með spannir í gegnum skólaárið. Það þýðir að einni önn er t.d. skipt upp í 3 spannir þar sem námsgreinar eru kenndar í lotum og þá er meiri áhersla lög á tvær til þrjár námsgreinar á einni spönn og aðrar námsgreinar á þeirri næstu. Nú þegar erum við með 6 þemu yfir veturinn, 3 á önn, u.þ.b. 5-6 vikur í senn, og langar okkur að taka þemun fastari tökum með þessum hætti.
Nefndin þakkar Hjördísi greinargóða kynningu.
4.Skólaþjónusta - Þingeyjarsveit
Málsnúmer 2401001Vakta málsnúmer
Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu Þingeyjarsveitar kynnir starfsemi skólaþjónustunnar.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar kynninguna og lýsir mikilli ánægju með starf skólaþjónustunnar.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar kynninguna og lýsir mikilli ánægju með starf skólaþjónustunnar.
5.Kynning frá fjölskyldusviði
Málsnúmer 2504021Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs er með stutta kynningu.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs sagði frá skipulagi sameiginlegra starfsdaga leik-, grunn- og tónlistarskóla Þingeyjarsveitar sem fram fóru 3. og 4 apríl sl.
Fyrri daginn var sameiginleg dagskrá í Stórutjarnaskóla.
Seinni daginn fór allt starfsfólk í heimsóknir í skóla og leikskóla á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit. Tónlistarkennarar heimsóttu Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna. Nefndin lýsir yfir mikilli ánægju með þessa samvinnu skólanna og hvetur eindregið til áframhaldandi samvinnu.
Fyrri daginn var sameiginleg dagskrá í Stórutjarnaskóla.
Seinni daginn fór allt starfsfólk í heimsóknir í skóla og leikskóla á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit. Tónlistarkennarar heimsóttu Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna. Nefndin lýsir yfir mikilli ánægju með þessa samvinnu skólanna og hvetur eindregið til áframhaldandi samvinnu.
Fundi slitið - kl. 16:30.