Aðstoðarmatráður óskast í Reykjahlíðarskóla

Aðstoðarmatráður óskast í Reykjahlíðarskóla.

Reykjahlíðarskóli og Leikskólinn Ylur eru samrekinn grunn- og leikskóli í Mývatnssveit. Um 65 nemendur eru í skólunum. Skólarnir eru grænfána- og heilsueflandi skólar sem leggja áherslu á heilsueflingu, vináttu, leik og útikennslu.

Við óskum eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðstoðar matráð. Um er að ræða 60% ótímabundið starf.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðar matráð við gerð og framreiðslu matar fyrir nemendur og starfsfólk skv. skilgreindu dagsskipulagi.
Vinnur samkvæmt því skipulagi sem matráður setur upp
Mikilvægt er að eiga gott samstarf við börn og annað starfsfólk
Annast frágang og dagleg þrif í eldhúsi samkvæmt þrifaáætlun
Aðstoðar í þeim verkefnum sem til falla í eldhúsi, s.s. að færa upp matinn, sjá um meðlæti, setja á vagna, tekur fullan þátt í matseld eftir þörfum o.þ.h. Sinnir öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum og falla undir starfssvið hans.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Jákvæðni, snyrtimennska, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Stundvísi, reglusemi og færni í samskiptum