Auglýsing eftir refa- og minkveiðifólki í Þingeyjarsveit

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 27.08.24 nýjar reglur um refa- og minkaveiðar (sjá HÉR). Þar kemur fram að auglýsa eigi eftir refa- og minkaveiðifólki til að sjá um refa- og minkaveiðisvæði. Um áramótin rennur út samningur við núverandi veiðimenn á svæðunum og er því auglýst eftir veiðimönnum skv. nýjum reglum. 

Svæðin eru átta sem auglýst er eftir og er bæði auglýst eftir refaveiðifólki og minkaveiðifólki á þessi átta svæði. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd mun velja veiðifólk fyrir hvert svæði úr hópi umsækjenda m.t.t. reynslu, þekkingu á umsóttu svæði og útbúnaði.

Umsækjandi þarf að lágmarki að hafa gilt skotvopnaleyfi, gilt veiðikort og búnað til veiða svo umsókn verði tekin til greina. Svæðin eru eftirfarandi: S1, S2, S3, S4, S5, S6, S7 og S8 sjá meðfylgjandi kort (ATH. að línur korts geta verið ónákvæmar).

Í umsókn skal koma fram fullt nafn, heimilsfang, kennitala, símanúmer ásamt staðfestingu á að umsækjandi sé með skotvopnaleyfi og veiðikort t.d. með ljósriti. Um hvaða svæði er sótt ásamt því að tilgreina reynslu af veiðum, þekkingu á umsóttu svæði ásamt lýsingu á búnaði.

Umsóknir skulu berast sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs með tölvupósti á ingimar@thingeyjarsveit.is fyrir 6. janúar 2025.