Auglýsing frá yfirkjörstjórn Þingeyjarsveitar vegna alþingiskosninga sem fram fara þann 30. nóvember 2024

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Þingeyjarsveitar vegna alþingiskosninga sem fram fara þann 30. nóvember 2024

 

Kjörstaðir í Þingeyjarsveit við alþingiskosningar þann 30. nóvember nk. eru tveir:

Félagsheimilið Ljósvetningabúð og Gígur Skútustöðum og verða þeir opnir frá kl. 10:00 til kl. 22.00.

 

Íbúar í Mývatnssveit (gamla Skútustaðahreppi) kjósa í Gíg og aðrir íbúar Þingeyjarsveitar í Ljósvetningabúð.

 

Athygli er vakin á því að kjörstaður í Mývatnssveit er í Gíg, Skútustöðum en ekki í

Skjólbrekku eins og áður hafði verið áformað.

 

Sérstök athygli er vakin á að allir íbúar sem skráðir eru með búsetu erlendis eru á kjörskrá í Ljósvetningabúð.

 

Á kjördag, meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir, mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur sitt í Stjórnsýsluhúsi Laugum. Símar hjá yfirkjörstjórn eru 895-3386 og 866-0025.

Netfang yfirkjörstjórnar er: hlaupastelpan@simnet.is

Vakin er athygli á að allar upplýsingar um alþingiskosningar 2024 er hægt að finna á

veffanginu www.kosning.is og að kjörskrá í Þingeyjarsveit vegna alþingiskosninga liggur

frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar í stjórnsýsluhúsinu Litlu-Laugum til kjördags.

Einnig er rétt að benda á að á www.kosning.is er hægt að fá upplýsingar um hvar kjósandi er á kjörskrá með því að slá inn kennitölu.

 

Yfirkjörstjórn Þingeyjarsveitar

Dagný Pétursdóttir, formaður

Bjarni Höskuldsson

Jóhanna Njálsdóttir