Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar í skipulagsmálum Voga 1
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 27. mars 2025 tvær deiliskipulagsbreytingar fyrir Voga I í Mývatnssveit.
Annað svæðið sem breytingum tekur er Vinkilsrjóður, sem er gamalt tún, og er markmiðið að gera einn byggingarreit þar sem heimilt verður að vera með 5 starfsmannahús, 50 m2 hvert. Þrjú húsanna eru á staðnum með tímabundið stöðuleyfi.
Athugasemdir bárust en höfðu ekki áhrif á skipulagsbreytinguna. Málið er í skipulagsgátt nr. 1452/2024.
Hitt svæðið gerir ráð fyrir að 6 frístundalóðum verði breytt í íbúðalóðir auk þess að auka byggingarheimild á hverri lóð úr 120 m2 í 250 m2. Einnig verður heimilt að reisa hús á tveimur hæðum.
Athugasemdir á auglýsingatíma bárust auk athugasemdar Skipulagsstofnunar við yfirferð málsins. Gert er grein fyrir breytingum frá auglýstu skipulagi í kafla 5.6 í greinargerð. Málið er í skipulagsgátt nr. 830/2024.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar