Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulagsbreytingar:
Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar, Þingeyjarsveit. Breyting - Ferðaþjónusta
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 21. mars 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Þeistareykjavirkjunar. Markmið með breytingunni er að gera grein fyrir áfangastöðum, mannvirkjum fyrir ferðaþjónustu, gönguleiðum og vega- og stígakerfi. Engar breytingar eru gerðar á skipulagsákvæðum eða skipulagslínum virkjunarinnar.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 343/2024
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulags:
Deiliskipulag Þeistareykjalands - Ferðaþjónusta
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 21. mars 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Þeistareykjalands. Markmið með tillögunni er að gera grein fyrir áfangastöðum, mannvirkjum fyrir ferðaþjónustu, gönguleiðum og vega- og stígakerfi.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 344/2024
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu aðalskipulags:
Sandabrot, nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Breyting á Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011 - 2023
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 22. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011 - 2023.
Tillagan gerir ráð fyrir nýju 6,1 ha verslunar- og þjónustusvæði fyrir 10 hús til útleigu auk eins íbúðarhúss.
Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagi Sandabrota.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 796/2023
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulags:
Sandabrot, deiliskipulag
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 22. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Sandabrots í Mývatnssveit. Skipulagssvæðið er um 6,1 ha austan Birkilands í Mývatnssveit.
Fyrirhugað er að reisa allt að 10 smáhýsi til útleigu ferðamanna auk einbýlishúss til fastrar búsetu.
Samhliða er auglýst tillaga að breytingu Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011 – 2023.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 793/2023
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. maí 2024. Athugasemdum skal skilað í gegnum skipulagsgáttina, www.skipulagsgatt.is.
Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar