Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 28. september 2022 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér skilgreinda legu jarðstrengs frá
Þeistareykjum að Kópaskerslínu 1. Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja afhendingaröryggi á svæðinu. Framkvæmdasvæðið nær yfir sveitarfélagsmörk Þingeyjarsveitar og Norðurþings og því er unnin sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 og Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022. Skipulagslýsing verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.thingeyjarsveit.is og á skrifstofu sveitarfélagsins. Skipulagslýsingin er auglýst með umsagnarfresti frá og með 28. september til og með 26. október 2022. Umsagnir við lýsinguna skulu berast skipulagsfulltrúa á netfangið atli@thingeyjarsveit.is
f.h. Þingeyjarsveitar
Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi