Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum 26. janúar að breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022 skildi auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér áform um lagningu jarðstrengs frá tengivirki við Þeistareyki að Kópaskerslínu 1.
Áður hefur umsagna verið aflað vegna skipulags- og matslýsingar, tillagan kynnt aðliggjandi sveitarfélagi og haldinn opinn kynningarfundur þar sem tillagan var kynnt, forsendur hennar og umhverfisskýrsla.
Á vef sveitarfélagsins undir skipulagsauglýsingar má kynna sér tillöguna, uppdrátt og greinargerð með umhverfisskýrslu.
Umsagnarfrestur er gefinn til og með miðvikudagsins 15. mars 2023. Umsögnum skal skila á netfangið atli@thingeyjarsveit.is eða í bréfpósti á Hlíðaveg 6, 660 Mývatn.
Skipulagsfulltrúi.