Deiliskipulag Hofsstaða, Laxárdal

Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar samþykkti þann 20. september 2023 að kynna skipulagslýsingu vegna skipulagsgerðar að Hofsstöðum í Mývatnssveit í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tilgangur skipulagsins er að setja fram stefnu um framtíðaruppbyggingu á svæðinu, stuðla að verndun og varðveislu minja og skapa umgjörð fyrir sögutengdan ferðamannastað. Skipulagssvæðið er 29 ha að stærð og nær um minjasvæðið. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi frá 2017. Með gildistöku á endurskoðuðu deiliskipulagi fellur eldra skipulag úr gildi.

Skipulagslýsingin er aðgengileg hér á heimasíðu sveitarfélagsins undir skipulagsauglýsingar og á skrifstofu sveitarfélagsins. Skipulagslýsingin er auglýst með umsagnarfresti frá og með 25. september til og með 30. október 2023. Umsagnir við lýsinguna skulu berast skipulagsfulltrúa á netfangið atli@thingeyjarsveit.is eða skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins, Kjarni, 650 Laugar.