Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt veitingu framkvæmdaleyfis vegna Jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu, 132 kV háspennulínu innan Þingeyjarsveitar.
Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli mats á umhverfisáhrifum og framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022, sbr. breytingu aðalskipulags sem samþykkt var af sveitarstjórn, dags. 27. apríl 2023.
Greinargerð frá framkvæmdaraðila með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu og ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 21. september 2022, er að finna á eftirfarandi vefslóð:
Ákvörðun Skipulagsstofnunar
Í ákvörun frá Skipulagsstofnun dags. 21. september 2022 kemur fram að framkvæmdin sé ekki háð umhverfismati. Í ákvörðuninni segir: Fyrirhuguð framkvæmd er ekki umfangsmikil og fer fram á svæði sem er að einhverju leyti nú þegar raskað vegna vegslóða. Strengurinn verður niðurgrafinn og mun því ekki sjást þegar gróðurrask á yfirborði hefur gróið með tímanum. Framkvæmdasvæðið er allt í hrauni sem nýtur sérstakrar verndar sem hefur þó að einhverju leyti glatað verndargildi sínu vegna jarðvegs og gróðurhulu. Með tilliti til framangreinds og fyrirhugaðar verktilhögunar má ætla að rask hrauni verði takmarkað og að áhrif á jarðminjar verði ekki mikil.
Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfis og forsendur þess er að finna í skilmálum sem settir voru fram í breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar
Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.
Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi,
Atli Steinn Sveinbjörnsson, netfang: atli@thingeyjarsveit.is, sími: 512 1808