Vilt þú taka þátt í að byggja upp kröftuga og faglega stjórnsýslu í ný sameinuðu sveitarfélagi?
Þingeyjarsveit leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi til að leiða nýtt fjármála- og stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins.
Leitað er að einstaklingi sem hefur frumkvæði og aðlögunarhæfni að síbreytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og er staðgengill hans. Sviðið er stoðsvið fyrir önnur svið og stofnanir sveitarfélagsins.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs ber ábyrgð á daglegri starfsemi sviðsins, fjárhagslegum rekstri sveitarfélagsins ásamt mannauðsmálum í samvinnu við stjórnendur, sem og að vera leiðandi í stefnumótun í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þekkingar- og hæfnikröfur
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2023
Sótt er um starfið á www.mognum.is.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is.
Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi.
Þingeyjarsveit er ákjósanlegur búsetukostur fyrir þá sem kjósa gott mannlíf, friðsæld í fagurri sveit með nálægð við stóra þéttbýlisstaði.