Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti sveitarfélagsins og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri áttu nýverið afar góðan fund með Arnari Guðmundssyni, fagstjóra fjárfestinga, og Magnúsi Halldórssyni, viðskiptastjóra orku og grænna lausna hjá Íslandsstofu. Tilgangur fundarins var að kynna þau fjölmörgu tækifæri sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi.
Á fundinum var meðal annars rætt hvernig hægt væri að nýta auðlindir sveitarfélagsins til að skapa sjálfbær störf. Mikil tækifæri eru í grænum lausnum og fjárfestingum sem bæði styðja við loftslagsmarkmið og styrkja efnahag svæðisins. Eitt af hlutverkum Íslandsstofu er að kynna Ísland sem áhugaverðan kost fyrir erlenda fjárfesta í því skyni að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og fá aukið fjármagn til uppbyggingar til lengri tíma. Meðal áherslna hjá Íslandsstofu er fjölnýting jarðarma svo tækifærin í Þingeyjarsveit eru mikil.
Fundurinn skapar vonir um aukið samstarf við Íslandsstofu og fjárfesta sem áhuga hafa á að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem sveitarfélagið býður upp á. Að loknum fundi náðist mynd af þeim stöllum ásamt Magnúsi sem er borin og barnfæddur þingeyingur og þekkir því vel til þeirra tækifæra sem hér er að finna. Þríeykið er bjartsýnt og staðráðið í að stuðla að atvinnuþróun og aukinni nýtingu grænna lausna í sveitarfélaginu.