Ráðgjafar uppbyggingarsjóðs í Þingeyjarsveit
27.10.2022
Ráðgjafar uppbyggingasjóðs verða á ferðinni í Þingeyjarsveit á morgun. Þeir verða í Reykjahlíð á milli 09:00 og 11:00 og íá Laugum á milli 12:30 og 14:00. Uppbyggingarsjóður hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Sjóðurinn stuðlar að jákvæðri samfélagsþróun, treystir stoðir menningar, eykur samkeppnishæfni landshlutans og stuðlar að sjálfbærni og jákvæðum umhverfisáhrifum.
Ráðgjafarnir bjóða upp á ráðgjöf í Þingeyjarsveit föstudagur 28. október:
- Reykjahlíð kl. 09:00 - 11:00 Mikley/Hreppsskrifstofa, Hlíðavegi 6
- Laugar kl. 12:30 - 14:00 Fundarherbergi í Kjarna (Sparisj. S-Þing)
- Reykjahlíð kl. 09:00 - 11:00 Mikley/Hreppsskrifstofa, Hlíðavegi 6
- Laugar kl. 12:30 - 14:00 Fundarherbergi í Kjarna (Sparisj. S-Þing)
Tímarnir eru opnir en til að fá yfirsýn yfir hversu margir mæta, því biðjum við þig um að skrá þig með nafni og velja staðsetningu. Þá verður allt skipulag skilvirkara. Aftur á móti þá fá hugmyndasmiðir stundum skyndihugdettur, við vitum það og því eru allir velkomnir þó svo viðkomandi hafi ekki skráð sig.
Skráningarhlekkur: https://forms.office.com/r/vYQTJam4UJ
Viltu vita meira um Uppbyggingarsjóð? https://www.ssne.is/.../soknaraaetlun/uppbyggingarsjodur
Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra til 17. nóvember kl. 13:00.