Ásta F. Flosadóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra fjölskyldumála og hóf hún störf þann 1. mars.
Ásta er með MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskólum. Ásta var kennari og millistjórnandi í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2008 og skólastjóri Grenivíkurskóla 2008-2021. Einnig sat hún í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps 2006-2018. Starfstöð Ástu verður í Kjarna á Laugum í Reykjadal og netfang hennar er asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is
Við bjóðum Ástu velkomna til starfa hjá Þingeyjarsveit, hlökkum til samstarfsins og væntum mikils af henni í þeim verkefnum sem snúa að skólamálum og annarri þjónustu við fjölskyldur.