Eftir að ný lög um sorphirðu tóku gildi um sl. áramót á lífúrgangur ekki fara með almennu sorpi. Sveitarfélagið hefur verið að kynna sér leiðir til þess að nýta lífúrgang til þess að ekki þurfi að sækja hann á hvert heimili enda talsverður aukakostnaður í því fólgin. Ein leiðin sem umhverfisnefnd hefur verið að kynna sér er notkun moltugerðavéla. Sveitarfélagið hefi fengið þrjár slíkar vélar til þess að prófa þennan möguleika. Við auglýsum því eftir áhugasömum þátttakendum til að prófa slíkar vélar. Við leitum eftir ólíkum fjölskyldustærðum í tveggja mánaða tilraun.
Allar upplýsingar veitir Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og sendist umsóknir til hans á netfangið ingimar@thingeyjarsveit.is