Félagsstarf eldri borgara Þingeyjarsveit
Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13:00 í Skjólbrekku,
verður boðið uppá fræðslufyrirlesturinn „Þroskaverkefni ellinnar“
og fjallar hann um þær áskoranir sem gjarnan fylgja hækkandi aldri, einkum á félagslegu og geðrænu sviði.
Fyrirlesari er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði.
Sigrún Huld mun einnig kynna bókina sína ,,Ný menning í öldrunarþjónustu’’ og verður hún til sölu á kr. 3000.
Bókin inniheldur ýmiss konar efni um öldrun og aldraða og er skrifuð fyrir allan almenning þótt aðalmarkhópurinn sé fólkið sem skipuleggur, framkvæmir og kennir um þjónustuna
Við vekjum athygli á því að félagsstarfið verður í Skjólbrekku
að þessu sinni og eru allir velkomnir.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Hanna Magga (863 3381),
Svana (898 0463)