Ferðaþjónusta á Þeistareykjum

Þeistareykir. Mynd: KIP
Þeistareykir. Mynd: KIP

Með nýjum heilsársvegi milli Húsavíkur og Mývatnssveitar um Þeistareykjasvæðið má eiga von á að ferðamönnum þar fjölgi. Því taldi sveitarstjórn Þingeyjarsveitar nauðsynlegt að móta stefnu um framtíðaruppbyggingu og öryggismál á svæðinu með gerð deiliskipulags. Í því er gerð grein fyrir áfangastöðum, mannvirkjum fyrir ferðaþjónustu, gönguleiðum og vega- og stígakerfi.

Deiliskipulag vegna ferðamennsku og ferðaþjónustu er unnið annars vegar sem breyting á gildandi deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar og hins vegar sem nýtt deiliskipulag þess hluta Þeistareykjalands, sem er utan marka deiliskipulags virkjunarinnar. Meginhluti áforma um nýja og bætta aðstöðu ferðamanna á svæðinu er innan deiliskipulagsmarka virkjunarinnar.

 

Deiliskipulag og deiliskipulagsbreyting Þeistareykjalands vegna ferðaþjónustu hefur tekið gildi. Á vef skipulagsstofnunar er hægt að kynna sér deiliskipulagið betur;

Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is)

og hér

Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is)