Árið 2021 reis klifurveggur í Íþróttamiðstöðinni í Mývatnssveit með aðstoð sveitarfélagsins, Mývetnings og Landsvirkjunar. Yngvi Ragnar í í Seli sá um hönnun og Húsheild sáu um uppsetningu. Slysavarnardeildin Hringur fjárfesti í dýnum og klifurhöld voru keypt í samfloti með 600Klifur sem hafa unnið að uppsetningu klifurveggs á Hjalteyri. Alejandro ásamt sjálfboðaliðum hefur lagt ómælda vinnu í uppsetningu leiða og Anton Freyr séð um stofnun samstarfsvettvangs við 600Klifur sem veitir aðgengi að nýjum klifurgripum og gerir það að verkum að klifurveggurinn er í stanslausri þróun. Þeir sem eru áhugasamir um klifurvegginn og viðburði honum tengdum eru hvattir til að fylgja síðunni Klifur - Mývatnssveit.
Á miðvikudögum kl 18:00 eru sérstök fjölskylduklifurkvöld þar sem ungum og óreyndum gefst tækifæri til að klifra frjálst eða í línu undir dyggri leiðsögn Alejandro. Klifurveggurinn er opinn lykilkorthöfum utan hefðbundins opnunartíma en stakt skipti á opnunartíma kostar 1500 kr, sjá verðskrá.
Að loknu klifri er kjörið að skella sér í heitapottinn, saunu og kaldakarið sem er opið mánudaga - fimmtudaga frá kl 10 - 20:30 og laugardaga frá kl 10 - 15:30.
Nánari upplýsingar um opnunartíma og þjónustu veita starfsmenn ÍMS, Ásta og Carmen í síma 888 4242.