Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

Síðastliðin 15 ár hefur Sigríður komið að ýmsan hátt að safna- og menningarstarfi og unnið að fjölbreyttum verkefnum á menningarminja- og listasöfnum. Hún hefur m.a. reynslu sem verkefnisstjóri og ráðgjafi við skrif á safnastefnu og nú síðustu misseri sem verkefnisstjóri menningarviðburða og sýninga hjá Akureyrarbæ.

Sigríður er með MA-gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands, er með diplómu í jafnréttisfræði frá sama skóla og hefur að auki lokið grunn- og framhaldsmenntun í hönnun á háskólastigi. Sigríður hefur einnig réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskóla.

Sigríður tekur við starfinu í byrjun nýs árs af fráfarandi forstöðumanni Jan Aksel Klitgaard.

Sjá frétt á husmus.is